140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:40]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Reikniverk það er liggur til grundvallar þessu frumvarpi var stórgallað. Gögnin voru gagnslaus. Hugsunin var ullarkennd og þokukennd og hugtökin hafa verið á reiki. Með þessu frumvarpi er vegið að íslenskum sjávarútvegi. Það er vegið að einum af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Þetta er dæmi um hvernig ekki á að standa að löggjöf.

Ég skil á hverju afstaða Samfylkingarinnar byggir. Það er hins vegar furðulegt og ég hef beðið eftir því í umræðum í salnum að heyra og fá útskýringu á því hvernig í ósköpunum það hefur gerst að stjórnmálahreyfingin Vinstri grænir hefur gjörsamlega og algjörlega skipt um skoðun í einu af grundvallarmálum þjóðarinnar. (Forseti hringir.)

Verði þetta frumvarp að lögum verður það til óheilla fyrir íslenska þjóð.