140. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[20:45]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég hef efasemdir um það samkomulag sem liggur að baki afgreiðslu þessa máls í dag en ég tel ekki hægt að vera í stjórnmálum án þess að kjósa viðhorf bjartsýninnar. Ég lít á samþykkt þessa frumvarps sem eitt skref á leið sem líklega verður lengri en við nokkur héldum og vonuðum fyrir skömmu.

Í haust tökum við til við hinn þátt málsins, fiskveiðistjórnina sjálfa, og ég óska okkur velgengni í því og heiti liðsinni mínu við róttækar breytingar í því efni.

Ég segi já.