140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

mat á áhættu fyrir íslenskt efnahagslíf sem stafar af vandamálum evrunnar.

836. mál
[21:00]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er þarft og gott mál og ég held að það sé sömuleiðis fagnaðarefni að einstaka hv. þingmenn Samfylkingarinnar séu jafnvel farnir að viðurkenna að það geti verið einhver vandi þegar kemur að evrunni. Það er búið að vera öllum öðrum ljóst núna í mjög langan tíma en því miður, kannski út af ítökum þessara aðila, hefur umræðan á Íslandi verið mjög skökk. Hver sá sem hefur aðgang að internetinu og hefur getað skoðað umræðuna um hvað er að gerast í öðrum löndum hefur áttað sig á því að það er ástæða fyrir því að menn hafa haft af þessu miklar áhyggjur. Hér hefur hæstv. ríkisstjórn svo sannarlega ekki haft frumkvæði að neinni skoðun á þessu máli og þess vegna er frumkvæði hv. þingmanns þakkarvert. Vonandi munum við ekki sjá enn meiri vandræði en orðið er, við skulum vona það, það eru ekki hagsmunir okkar Íslendinga en því miður (Forseti hringir.) eru miklar líkur á því að öðruvísi fari.