140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[21:03]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort aðlögunarstyrkirnir verði líka undanþegnir skattskyldu hér á landi þegar féð kemur til ráðstöfunar. Það er ekki nóg að til standi að þiggja þessa þróunarstyrki frá Evrópusambandinu til að aðlaga íslenska stjórnsýslu og stofnanakerfi Evrópusambandinu í aðlögunarferlinu heldur á það fé líka að vera skattfrjálst.

Ég leggst alfarið gegn svona undirlægjuhætti og segi því nei.