140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

vinnustaðanámssjóður.

765. mál
[21:05]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég lýsi ánægju minni með að sjá samþykkt þetta frumvarp um vinnustaðanámssjóð. Ég lít á það sem mikið framfaraskref fyrir iðn- og starfsnám í landinu að þessum sjóði sé komið á laggirnar með formlegum og lögbundnum hætti og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd fyrir gott samstarf um málið og þingheimi öllum. Hið sama á raunar við um málið sem við afgreiddum áðan, um framhaldsskólana sem ég tel líka framfaramál.

Ég segi eindregið já við þessu máli.