140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki.

716. mál
[21:28]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Magnús M. Norðdahl) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég skal ekki alveg fullyrða hvað gerist ef einhver fjármálafyrirtæki myndu rífa sig upp núna seint að kvöldi og framselja þær eignir sem þau sitja á. Ég geri ráð fyrir því að þau muni ekki gera það og maður verður að treysta á það siðferði sem þær stofnanir eiga að hafa og þeim er upp á lagt að hafa. En ef eigninni hefur verið afsalað fyrir gildistöku laganna þá verðum við að bíta í það súra epli að það er orðið of seint. Það er þannig.