140. löggjafarþing — 125. fundur,  18. júní 2012.

nauðungarsala, aðför, meðferð einkamála og fjármálafyrirtæki.

716. mál
[21:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég velti bara fyrir mér hvort ekki þurfi að skoða þetta nánar því að í framhaldsnefndaráliti stendur að lög þessi, þ.e. lögin öll með breytingartillögum og öllu saman, öðlist gildi 15. júlí 2012. Það er eftir tæpan mánuð þannig að góður tími gefst til að fara í svona æfingar. Ég hefði talið að þetta ákvæði ætti kannski helst að taka gildi í dag en það má heldur ekki vera afturvirkt þannig að við erum í miklum vanda. Þetta eru svona lög sem þarf að setja milli kl. 6 og 10 á kvöldin.