140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[11:11]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp hefur aðeins eitt markmið og það er að hlutafélagavæða sparisjóðakerfið. Önnur hlutafélagavæðing sparisjóðanna mun ekki duga til að vekja áhuga fjárfesta og viðskiptavina á sparisjóðakerfinu. Margir fjárfestar töpuðu stórfé við hrun sparisjóða sem breytt hafði verið í hlutafélög. Viðskiptavinir Byrs, Spron, SpKef hafa ekki ráð á að færa sig yfir í nýja sparisjóði á meðan stimpilgjöld eru við lýði sem hindra slíka flutninga. Sparisjóðakerfið með of fáa viðskiptavini og of takmarkaða þjónustu er auðveld bráð fyrir viðskiptabankana sem geta keypt sparisjóðina þegar búið er að breyta þeim í hlutafélög. Samþykkt þessa frumvarps mun að mínu mati marka endalok sparisjóðakerfisins. Fjármálakerfi án (Forseti hringir.) sparisjóðanna þýðir að hagnaðurinn rennur í vasa eigenda sparisjóðanna en ekki til þess að lækka útlánavexti og til samfélagslegra verkefna og því segi ég nei við (Forseti hringir.) hlutafélagavæðingunni.