140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[11:16]
Horfa

Baldvin Jónsson (Hr):

Virðulegi forseti. Ég tel mig ekki geta stutt þetta frumvarp vegna þess að mér finnst að hér sé verið að gera einhvers konar tilraun. Þetta mál er hálfunnið og brogað, hér er um að ræða verulega eðlisbreytingu á rekstrarformi sparisjóðanna þar sem verið er að hlutafélagavæða þá. Hv. þm. Árni Páll Árnason talaði um að hér væri kannski ekki nógu langt gengið. Er ekki um að gera að vinna frumvarpið að fullu áður en það er lagt fram? Á að nota sparisjóðina í einhvers konar tilraun um hvort þeir lifi þetta af eða hvort meira þurfi að gera til þess?

Um er að ræða verulega breytingu á rekstrarforminu, verið er að breyta sparisjóðum í viðskiptafyrirtæki og mögulega fjárfestingarfyrirtæki þar sem þeim er gert kleift að eiga félög sem eru í fjárfestingum en þetta er þó með slíkum takmörkunum að þeir munu ekki geta keppt á almennum markaði við aðrar fjármálastofnanir.

Ég tel þetta slæmt mál.