140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjármálafyrirtæki.

762. mál
[11:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þegar ég las þetta fyrst skildi ég ekkert í þessu en svo kom í ljós að um var að ræða ranga tilvísun. Það átti að vera tilvísun í 3. mgr. 72. gr. í staðinn fyrir 70. gr. og breytingartillagan sem við samþykktum rétt áðan lagar það. Í þessari grein er fjallað um það þegar sparisjóði sem byggir á stofnfé er breytt í hlutafélag. Það er þá tilvísun í það sem við greiddum atkvæði um áðan sem varðaði það þegar sparisjóður sameinast hlutafélagi og í báðum tilfellum er óráðstöfuðu jákvæðu eigin fé breytt í sjálfseignarstofnun. Ég sagði áðan að það væri ágætislausn þannig að ég styð það.