140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[11:48]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við greiðum nú atkvæði um fjögurra ára samgönguáætlun og á eftir um 12 ára samgönguáætlun. Ég fagna þeim breytingartillögum sem hér liggja fyrir, þær hefðu ekki verið mögulegar nema vegna aukinna tekna í ríkissjóð, meðal annars af veiðileyfagjaldi sem við afgreiðum vonandi nú í dag. Hér eru lagðar áherslur á að flýta stórframkvæmdum, lagðar áherslur á tengivegi, á öryggi, á flugsamgöngur. Þó að við getum tekist á um mismunandi áherslur fagna ég þeirri heildarfjármögnun sem kemur hér inn í samgönguáætlunina. Eftir sem áður verðum við að huga að viðhaldi mannvirkja til lengri tíma og ef viðbótarfjármagn kemur inn (Forseti hringir.) ítreka ég að það verði áherslan inn í samgönguáætlun.