140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:03]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Vegurinn um Þverárfjall var gríðarleg samgöngubót á sínum tíma. Hann fól í sér verulega styttingu á leiðinni norður í land og enn fremur varð hann til þess að skapa samgöngur milli þéttbýlisstaðanna Blönduóss, Skagastrandar og Sauðárkróks og styrkja þannig byggðamynstrið á þessu svæði. Það á hins vegar eftir að ljúka þessari framkvæmd svo viðunandi sé og þess vegna styð ég þá breytingartillögu sem hér liggur fyrir.