140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að samþykkja mikil útgjöld til margra góðra málefna. Hér hafa menn talað um hvað þeir hafi verið að gera fyrir sitt kjördæmi aftur og aftur og þannig keypt sér atkvæði. Þetta er sambærilegt við IPA-styrkina, þar er líka farið í framkvæmdir — en það á eftir að borga. IPA-styrkirnir miða að aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Þeir eru innifaldir í þeim pakka. Í því sem við ræðum hér er innifalið að sett sé veiðigjald á útgerðir, landsbyggðarskattur og þess vegna get ég ekki staðið að þessu.