140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

fjögurra ára samgönguáætlun 2011--2014.

392. mál
[12:21]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Samgöngumál eru brýnustu verkefni sem þarf að ráðast í til þess að gera landsbyggðinni kleift að standast samkeppni við höfuðborgarsvæðið. Þannig er það og þeir sem mundu gera sér far um að fara út á land og tala við fólk þar mundu komast að því að þessi mál eru á oddinum, skipta öllu máli. Það sem hefur gerst að undanförnu er gjá hefur myndast milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, gjá sem verður að brúa með einum eða öðrum hætti. Það sem hefur líka gerst er að einstökum verkefnum á landsbyggðinni hefur verið att hverju á móti öðru. Það er slæm og óheillavænleg þróun. Ég styð framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, svo sannarlega, en við skulum líka horfa til þess að stjórnsýslan og stofnanir ríkisins eru nánast 100% staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. (Gripið fram í: Þess vegna búa …) Við skulum fara að horfa til þess (Forseti hringir.) að flytja þær stofnanir í auknum mæli út á land. (Gripið fram í.)