140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:26]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Eins og við hina skemmri samgönguáætlun vil ég taka fram að ég get stutt það sem hér er. Áætlun til jafnlangs tíma og hér um ræðir er auðvitað háð margvíslegri óvissu. Það eru á endanum fjárveitingar á fjárlögum hvers árs sem ráða því í hvaða framkvæmdir raunverulega er ráðist og hvenær. Áætlun sem gerð er til jafnlangs tíma og hér um ræðir mun sæta endurskoðun, ekki bara einu sinni heldur oftar. Þess vegna styð ég þetta en áskil mér rétt til þess síðar að leggja til breytingar þegar þetta mál kemur til endurskoðunar við einstök tækifæri. Í meginatriðum má þó á þetta fallast og læt ég þá ekki hafa áhrif á mig við þá atkvæðagreiðslu þann málflutning (Forseti hringir.) að forsenda þess að verja auknum fjármunum til framkvæmda á þessu sviði (Forseti hringir.) séu veiðileyfagjöldin sem við munum taka nánar til umræðu hér á eftir.