140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[12:35]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Sú tillaga sem hér liggur fyrir er ekki tillaga sem kallar á ný útgjöld, hún er fyrst og fremst tillaga um að rannsóknum og undirbúningi við jarðgangagerð verði hagað með þeim hætti að jarðgöng undir Fjarðarheiði við Seyðisfjarðargöng verði tilbúin til útboðs í kjölfar stóru verkefnanna um gerð jarðganga til Norðfjarðar og Dýrafjarðarganga. Þetta er fyrst og fremst spurning um það hvort Alþingi treysti sér til að taka undir þau sjónarmið sem Seyðfirðingar hafa sett fram og haldið til streitu síðustu tvo áratugina.