140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

útlendingar.

709. mál
[15:14]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég sá líka frétt um þetta framsal valds til Frakka og spyr þá um það sérstaklega. Ég skil ekki hvernig orðalag um fyrirvara sem lýtur að stjórnskipulegri stöðu málsins getur átt við um það. Er það þá þannig að hv. þingmaður ætli að greiða atkvæði á móti málinu. ætlar hann að leggja til einhverja breytingartillögu við það eða sitja hjá um það? Með hvaða hætti á að skilja þennan fyrirvara?

Út af upplýsingum um fjölda hælisleitenda treysti ég því þá að nefndin komi saman á milli 2. og 3. umr., og fer hér með fram á það, til að kanna hvort þessar upplýsingar liggi fyrir eða ekki úr því að það var ekki ljóst þegar nefndarálitið var tekið saman.