140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

vísun máls til nefndar.

[17:32]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Mönnum verða á mistök, smávægileg og ómerkileg, þ.e. maður hlýtur að afsaka þau undir eins, en forseti hefur væntanlega átt við að málið sem við vorum að ræða gengi til nefndar milli 1. og 2. umr. því að það er ekki vaninn að greidd séu atkvæði um mál úr 1. umr. nema þess sé sérstaklega krafist.

Ég vil láta koma fram að ég hef beðið um að málið fari til allsherjar- og menntamálanefndar milli 1. og 2. umr., þar verði beðið um umsagnir um málið og kallaðir til m.a. sérfræðingar á vinnumarkaði frá atvinnurekendum og verkalýðssamtökum og gerð tilraun til að uppfylla skyldu 30. gr. núgildandi og framhaldandi þingskapa um kostnaðarmat um þingmannamál.