140. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2012.

útlendingar.

709. mál
[18:43]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli þingheims á því að ekki er um kerfislægt framsal að ræða. Hér er um að ræða samband verkbeiðanda og verktaka sem hægt er að segja upp með engum fyrirvara ef okkur líkar ekki framkvæmdin. Hér er ekki um eiginlegt framsal að ræða á valdi. Þetta er hins vegar (Gripið fram í.) — það er allt annað, hv. þingmaður, Evrópusambandið, sem er kerfislægt framsal og óafturkræft. Þetta er allt annars eðlis.

Við eigum í rauninni ekki annarra kosta völ ef við ætlum að þjóna fólki í ríkjum þar sem við höfum ekki sendimenn á okkar snærum. Við erum að leggja til að við förum sömu leið og aðrar Norðurlandaþjóðir hafa gert í samskiptum við Frakka. (Gripið fram í: Ekki Danir.)