140. löggjafarþing — 127. fundur,  19. júní 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[22:06]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Þessi breytingartillaga gengur út á það að almennt veiðigjald skuli vera 99 kr. á hvert þorskígildiskíló. Gangverð á leigukvóta á markaði í dag er 285 kr. sem þýðir að útgerðir á Íslandi eru að kaupa kvóta og gera út með hagnaði á þessu verði. Veiðigjald sem er í kringum þriðjungur af því tel ég hóflegt gjald fyrir not á þessari auðlind. Þó að einhver fyrirtæki muni ekki ráða við það er alveg augljóst mál að sjávarútvegurinn mun í heild að meðaltali auðveldlega ráða við þetta veiðigjald. Tillaga þessi er lögð fram vegna þess að við teljum að það veiðigjald sem ríkisstjórnin boðar sé einfaldlega allt of lágt.