140. löggjafarþing — 127. fundur,  19. júní 2012.

loftslagsmál.

751. mál
[22:15]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Við göngum til lokaatkvæðagreiðslu um afar viðfangsmikið frumvarp þar sem miklir hagsmunir eru í húfi. Í fyrsta lagi er um heildarlöggjöf á sviði loftslagsmála að ræða, fyrstu heildarlöggjöf á þessu sviði umhverfismála. Í öðru lagi er verið að innleiða reglur um viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir.

Ég þakka nefndarmönnum og öðrum sem komu að vinnslu málsins og gerðu afgreiðslu þess mögulega á svo skömmum tíma.