140. löggjafarþing — 128. fundur,  19. júní 2012.

fundarstjórn.

[23:18]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Margt gerist undarlegt á vorin. Það sem hér gerðist var að í miðri þeirri umræðu sem fram fór 15. mars, þegar henni var frestað, var þetta samkomulag sem ekki var borið undir neinn í umhverfis- og samgöngunefnd en við þurftum að hlíta, um að málið færi aftur til nefndarinnar sem næði um það eins víðtækri sátt og hægt væri. Það voru ákveðin sjónarmið uppi af hálfu bænda og landeigenda sem höfðu verið rædd í nefndinni og sem við vorum reiðubúin til að taka tillit til eins og hér hefur verið lýst. Síðan er það samkomulag gert, forseti. En þá kemur í ljós að af hálfu Sjálfstæðisflokksins var það ekki nóg heldur var Sjálfstæðisflokkurinn á móti málinu sem slíku. Það voru öfgamenn í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sem voru á móti málinu sem slíku og notuðu kraft sinn, vogarafl sitt innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, til að hafna því þannig. Þetta var ekki í samræmi við það samkomulag sem forseti gerði við (Forseti hringir.) þingflokksformenn á sínum tíma.