140. löggjafarþing — 128. fundur,  19. júní 2012.

stjórn fiskveiða.

856. mál
[23:21]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég vil aðeins gera grein fyrir því að verið er að leggja til í 2. gr. að ákvæði sem lúta að veiðigjaldi verði færð úr lögum um stjórn fiskveiða og yfir í sérlög sem er náttúrlega hluti af framhaldinu líka við 1. gr. Mín skoðun er sú að veiðigjöld eigi að vera hluti af hinum almennu fiskveiðistjórnarlögum og þess vegna get ég ekki stutt að þessi breyting verði gerð.