141. löggjafarþing — 3. fundur,  13. sept. 2012.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefndar.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að með bréfi dags. 12. september síðastliðinn hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sbr. ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um sex skýrslur Ríkisendurskoðunar, þ.e. skýrslu um Heilbrigðisstofnun Austurlands, eftirfylgni frá 2009, skýrslu um sjálfseignarstofnanir og sjóði sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá fyrir rekstrarárið 2010, skýrslu um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, skýrslu um íslensk muna- og minjasöfn, eftirfylgni frá 2009, skýrslu um Landhelgisgæslu Íslands, verkefni erlendis, og skýrslu um rekstur og fjárhagsstöðu Ábyrgðasjóðs launa.