141. löggjafarþing — 5. fundur,  18. sept. 2012.

fjárhagur Ríkisútvarpsins.

[14:00]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég þakka fyrir svörin og er hugarhægra eftir þau. Ráðherrann er að fylgjast með og ætlar að kalla eftir sérstakri greinargerð um stöðuna núna. Það kemur satt að segja á óvart að hún hafi versnað svo mikið frá því í júní að núna eigi að fara í sérstakar aðhaldsaðgerðir og við þurfum auðvitað að vita í hverju þær felast.

Það kemur reyndar líka á óvart, þó að auðvitað geti eitt ár verið verra en önnur í þessari fjögurra ára ólympíöðu Ríkisútvarpsins, að staðan hafi versnað svo mikið frá því í júní að nú eigi að fara að reka fólk í Ríkisútvarpinu. Þótt ég ætli ekki að skipta mér af því hver er ráðinn og hver rekinn í þessu Ríkisútvarpi verð ég að segja líka að það skiptir máli hvað þar fer fram. Það er auðvitað algjörlega út í hött að ef menn tapa á Ólympíuleikum komi það niður á til dæmis starfsfólki á Rás 1, réttara sagt á hlustendum (Forseti hringir.) Rásar 1. Það verður að gæta hófs í þessu og hafa framtíðina í huga.