141. löggjafarþing — 6. fundur,  19. sept. 2012.

umræðuefni í störfum þingsins.

[15:38]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég hef nú tekið aftur við starfi þingflokksformanns. Þeir fá tilkynningar um það hverjir hyggjast taka til máls og um hvað undir þessum lið, störfum þingsins. Menn senda sem sagt tölvupósta á ákveðið netfang og tilkynna hvað þeir vilja ræða. Nú í morgun tilkynnti sig fjöldi manns í þessar umræður, en ekki einn einasti sagði hvað hann vildi ræða. Reglan er sú að menn geta komið með yfirlýsingu og þurfa þá ekki að gera grein fyrir henni eða hafið hér umræður og sett þá inn efni. Enginn setti inn efni, ekki var mikið um yfirlýsingar heldur voru umræðurnar um ákveðin mál. Ég vil fara fram á það við forseta að hún beiti sér fyrir því að þessar reglur séu virtar og menn tilkynni hvað þeir vilja ræða undir þessum lið þannig að aðrir þingmenn geti áttað sig á um hvað umræðurnar snúast og tekið þátt í þeim.