141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

ummæli forsætisráðherra um stöðu kjarasamninga.

[11:14]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Það er afar athyglisvert að horfa upp á tilraunir hv. þm. Illuga Gunnarssonar til að stjórna dagskrá þingsins. Tilefnið er kannski ekki mjög sérstakt og sjálfsagt að ræða kvartanir aðila vinnumarkaðarins í þinginu, einkum eftir að forsætisráðherra hefur gefist tími til að ræða við aðilana. En þetta var kannski ekki hið raunverulega tilefni, heldur var verið að sýna okkur að það væri kominn nýr foringi í þingflokk Sjálfstæðisflokksins (Forseti hringir.) og ég verð að segja forseta það og þingflokksformönnum að það var óþarfi, við höfðum tekið eftir því. Við vitum að hv. þm. Ragnheiður Elín Árnadóttir er ekki lengur þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, heldur hv. þm. Illugi Gunnarsson. [Hlátur í þingsal.]