141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

frádráttur á tekjuskatti vegna afborgana af fasteignalánum einstaklinga.

4. mál
[14:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla aðallega að gefa hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni færi á því að svara frekari spurningum, t.d. um gengistryggðu lánin sem Hæstiréttur gaf lántakendum að miklu leyti. Þau eru kannski með 1%–3% vöxtum og í krónum, óverðtryggð. Hvað gerist með þá sem eru hjá umboðsmanni skuldara? Ég ætla að ítreka þá spurningu. Ég spyr líka um vanskilin, hvort ekki sé eðlilegt að taka þau fyrst.