141. löggjafarþing — 7. fundur,  20. sept. 2012.

stjórnarskipunarlög.

19. mál
[16:06]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Við erum bæði meðflutningsmenn á þessu máli. Ég hjó eftir því að hann fagnaði því að hér væri verið að leggja til að hleypa almenningi að stjórnarskrárgerðinni. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann sé þá ekki ánægður með þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá þann 20. október.