141. löggjafarþing — 8. fundur,  24. sept. 2012.

gjaldeyrisviðskipti.

[15:31]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vona að ég átti mig á spurningum hv. þingmanns. Hann er að vitna í nauðasamninga og eigendur bankanna. Þegar nauðasamningum er lokið kemur betur í ljós hverjir eiga bankana. Tilgangur nauðasamninga er sem sagt að skýra málin og það auðveldar málin þegar fyrir liggur við hvern nákvæmlega er verið að semja. Þegar nauðasamningarnir og það ferli er allt búið mun það skýrast betur hvernig umhverfið er.