141. löggjafarþing — 8. fundur,  24. sept. 2012.

flutningur málaflokks fatlaðs fólks.

146. mál
[17:07]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég held að það hafi verið afar farsælt skref þegar ákveðið var að flytja málefni fatlaðs fólks yfir til sveitarfélaganna. Það var gert að hluta af félagsþjónustu sveitarfélaganna sem er sú nærþjónusta sem eðlilegt er að þessi málaflokkur teljist til. Sem betur fer var staðið mjög vel að þessari yfirfærslu og samningum um hana. Þar á meðal var settur á fót sérstakur samráðshópur sem ég á einmitt sæti í og í sitja fulltrúar hagsmunaaðila, sveitarfélaga, fjármálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, innanríkisráðuneytis og allra þeirra aðila sem þarna þurfa að koma að. Þetta mál hefur svo sannarlega verið rætt þar því að tilfellið er að í raun og veru hefur ekki verið greitt fyrir nema 11 mánuði fyrir fyrsta árið. Allir aðilar eru meðvitaðir um það og lagði Jöfnunarsjóður sveitarfélaga út fyrir 12. mánuðinum og hefur svo verið að rukka sveitarfélögin, en samningar við fjármálaráðuneyti hafa staðið yfir. Þetta mun síðan verða (Forseti hringir.) tekið inn í heildaruppgjörið. Það er því gott að það er ákveðinn öryggisventill til staðar.