141. löggjafarþing — 9. fundur,  24. sept. 2012.

hlutafélög.

102. mál
[17:47]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er um þetta frumvarp eins og hin þrjú að það felur fyrst og fremst í sér leiðréttingar eða breytingar sem lúta að því að skýra ákvæði gildandi laga betur, þ.e. að þeim þætti sem lýtur að Evróputilskipunum og að auka upplýsingagjöf í félögum sem opinberir aðilar eiga aðild að. Ég hygg að þó að þetta sé auðvitað stórkostlega pólitísk umræða á köflum hafi tekist nokkuð víðtæk samstaða um nauðsyn þessa og það sé góð viðbót sem hér er lögð til um að starfsmenn hafi aðgang að aðalfundum félaga og færi á því að leggja þar fram spurningar með sömu réttindi og kjörnir fulltrúar.

Ég treysti því að málið hljóti góðar viðtökur í hv. efnahags- og viðskiptanefnd og það megi takast að ljúka umfjöllun og afgreiðslu þess sem fyrst.