141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:02]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra og skil það þannig að hann hafi ekki heyrt neitt á þetta minnst. En mig langar líka að spyrja hæstv. ráðherra um það sem snýr að því þegar farið var í svokallað skuldabréfaútboð í bandaríkjadölum í maí, upp á 1 milljarð bandaríkjadala, og í framhaldi af því greiddar upp skuldir inn á lán frá Norðurlöndunum sem voru með gjalddaga 2016, 2017 og 2018. Nýja skuldabréfið ber mun hærri vexti en þau lán sem greitt var inn á sem eru þó þetta langt fram í tímann.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort hún sé sannfærð um að þetta hafi verið skynsamleg ákvörðun. Þetta er stór þáttur og eykur vaxtaútgjöld ríkisins um rúma 3 milljarða í fjáraukalagafrumvarpinu.

Mig langar síðan að spyrja hæstv. ráðherra hvort það hafi verið skoðað sérstaklega í hans tíð í ráðuneytinu hversu skynsamlegt það sé að hafa svona stóran gjaldeyrisvarasjóð allan að láni.