141. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2012.

fjáraukalög 2012.

153. mál
[15:11]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í fjárreiðulögum kemur mjög skýrt fram hvert er hlutverk fjáraukalaga. Í fjáraukalögum koma ekki fram áherslumál ríkisstjórnarinnar heldur er þvert á móti verið að bregðast við ófyrirséðum atvikum, kjarasamningum eða nýrri löggjöf. Það er hlutverk fjáraukalaga og við því er verið að bregðast í fjáraukalögunum.

Sakni hv. þingmaður nýrra verkefna eða breyttra verkefna, hvort sem það er hjá lögreglunni á Suðurlandi eða á öðrum stöðum, þá á sú umræða að eiga sér stað varðandi fjárlög 2013. Fjáraukalögin eru með skýrt hlutverk og það er að bregðast við því sem er algerlega ófyrirséð en ekki til að bregðast við nýjum eða breyttum verkefnum eða taka til baka aðhaldsaðgerðir fyrri ára.