141. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2012.

sjúkratryggingar og lyfjalög.

145. mál
[15:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eins og ég benti á í 1. og 2. umr. þessa máls er eingöngu verið að fresta dagsetningu þess að taka kerfið í notkun varðandi greiðsluþátttöku en ég benti jafnframt á, eins og ég gerði reyndar líka í vor, að fyrstu mánuðina eftir að kerfið er tekið í gagnið munu margir sjúklingar þurfa að borga lyfin sín dýrum dómum og jafnvel þannig að greiðsluþátttaka ríkisins verði lítil sem engin og það er ekki fyrr en eftir tvo eða þrjá mánuði sem ríkið byrjar almennt að taka þátt í kostnaðinum. Ég vildi benda á þetta, ég styð málið engu að síður en mér finnst það vera ámælisvert að umræðan hafi verið svona lítil, nefndin fjallaði ekkert um þetta mál og síðan munu hinir tryggðu sjá 1. janúar hvað bíður þeirra.