141. löggjafarþing — 12. fundur,  26. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[18:15]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Sex virkjunarkostir, segir hv. þingmaður og vænir mig um að segja ekki satt og rétt frá. Hvar eru þessir virkjunarkostir? (TÞH: Þrír í Þjórsá.) Þjórsá (TÞH: Þrír þar.) og síðan eru Hágöngur og Skrokkalda. (Gripið fram í.) Heldur þingmaðurinn að hægt sé að virkja á einum stað í Þjórsá og þar með sé hún óvirkjuð? Þjórsá er eitt svæði. En ég ætla ekki að pexa við þingmanninn um það. Í mínum huga, hvort sem við tölum um þrjá eða sex kosti, eru þetta að mínu viti þrír kostir af 67. En það er eins og oft áður með sjálfstæðisflokksþingmennina að sáttin sem þeir kalla eftir felst iðulega í þessu: „Ef ég fæ allt sem ég vil þá er ég sáttur, annars skal öllu kastað fyrir róða.“