141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

mál skilanefnda og slitastjórna.

[10:57]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svarið og efast fyrir mitt leyti ekki um hennar góða vilja í þessu efni. Það sem ég efast meira um er geta Alþingis Íslendinga til að sinna verkefnum sem eru nauðsynleg að mati alls almennings, sem sé þeim að koma í veg fyrir að svona svínarí og siðleysi eins og við horfum upp á daglega í kringum okkur fái að blómstra og viðgangast.

Þingreynsla mín er lítil og því spyr ég forsætisráðherra sem býr yfir mikilli reynslu og hefur ráð undir rifi hverju: Hvernig getum við bætt þetta ástand?