141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

mál skilanefnda og slitastjórna.

[10:58]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef litlu við það að bæta sem ég sagði áðan. Ég hef fullan vilja til þess, ekki síður en fyrirspyrjandi, að bæta þetta ástand og gera það sem í okkar valdi stendur til þess en úrræðin eru því miður takmörkuð eins og ég sagði. Ég lýsti af hverju það væri. Ég tel því mikilvægt, eins og ég lýsti áðan, að Seðlabankinn sem hefur einu færu leiðina eins og við sáum þegar við fórum yfir það nýti rétt sinn sem kröfuhafi til að gera athugasemdir við þessi yfirgengilegu ofurlaun slitastjórnar. Hvort það hefur svo einhverja þýðingu eða breytir nokkru er hins vegar önnur saga.