141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:11]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum nú þegar heimsmeistarar í raforkuframleiðslu í heiminum. Ég óttast að náttúruverndar- og umhverfissjónarmið megi sín lítils andspænis 1.200 milljarða snjóhengju sem ætlunin er að koma í innlendar fjárfestingar og leyfa síðan að leka smám saman út úr hagkerfinu. Stjórnvöld skortir hugrekki til að skrifa niður þessar froðueignir. Enginn friður verður um virkjunarkosti í biðflokki þegar kröfuhafar hafa fengið sinn hlut úr þrotabúum gömlu bankanna. Milljarðafjárfestingar í virkjunum munu hrinda af stað annarri eignabólu og verðbólguskoti með hörmulegum afleiðingum fyrir heimili landsins.

Frú forseti. Ég hvet þingheim til að senda málið til umhverfis- og samgöngunefndar. (Gripið fram í.)