141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ísland á í megindráttum tvær auðlindir í hugum fólks. Það er sjávarútvegurinn og það er orkan. (Gripið fram í.) Þær stofnanir sem rannsaka þessar auðlindir, Hafrannsóknastofnun og Orkustofnun, heyra báðar undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Það er ekki samræmi í því hver flytur málið og hvernig þetta er í reynd. Þess vegna er ég á móti þessari tillögu. Ég vil að málið fari til hv. atvinnuveganefndar og verði unnið þar í samræmi við það hvar þær stofnanir sem rannsaka þessar auðlindir eru staðsettar.