141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég tek eindregið undir með tveimur síðustu ræðumönnum. Mig langar jafnframt að benda á að ég hef lifað þá tíma, þó að ég sé ekki rosalega gömul, þar sem sjónarmið atvinnulífsins hafa alltaf vegið þyngra frekar en að láta náttúruna njóta vafans. Þannig fagna ég því að við erum að ná ákveðnu jafnvægi hér inni þótt það sé mér mjög þungbært að við séum eiginlega að fara með náttúruna eins og skiptimynt. Mér finnst það erfitt.

Ég fagna því að við ætlum að greiða atkvæði um málið og þá verður bara úr því skorið, þó að mjótt verði á mununum, hvort vegur þyngra í þessum þingsal, náttúran eða atvinnuvegurinn. Við skulum stíga mjög varlega til jarðar og leyfa náttúrunni að njóta vafans, alltaf.