141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[11:31]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég segi já við tillögu hæstv. umhverfisráðherra um það að málið fari til umhverfis- og samgöngunefndar. Undir venjulegum kringumstæðum værum við að deila um keisarans skegg. Það á ekki að skipta máli hvor nefndin tekur þetta að sér, það er þannig. Ég vil sérstaklega taka fram … (Gripið fram í.) Það er búið að skýra það, forseti, fyrir hv. þm. Jóni Gunnarssyni, hann bara skilur aldrei neitt, [Hlátur í þingsal.] því miður, það þarf að taka hann í … (Gripið fram í.) Þeir eru hvor sem annar, þeir tveir hv. þingmenn.

Ég vil taka fram vegna orðræðu áðan að ég tel að atvinnuveganefndin og forveri hennar hafi staðið vel að málinu í fyrra þó að henni hafi ekki tekist að klára það og ég tel að vinnubrögð formanns nefndarinnar, hv. þm. Kristjáns Möllers, í þessu máli hafi verið til fyrirmyndar. Það var mikið að gera í nefndinni og ég óska þess, ef málið fer eins og ég vil að það fari í atkvæðagreiðslunni, að umhverfis- og samgöngunefnd (Forseti hringir.) hafi hið besta samstarf við atvinnuveganefnd og formann hennar í málinu.