141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

athugasemd vegna atkvæðagreiðslu í fyrri dagskrárlið.

[11:33]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Forseti. Það hefur greinilega misfarist að ég bað aftur um orðið við atkvæðagreiðsluna. Ég vil bara ítreka það sem ég sagði áðan við atkvæðagreiðsluna. Að sjálfsögðu er það útgangspunktur umhverfis- og samgöngunefndar í þessu máli að fagna mjög svo virkri og öflugri aðkomu (Forseti hringir.) atvinnuveganefndar þegar við ræðum rammaáætlun og við vinnum þetta saman, enda var það upphaflega tillaga (Forseti hringir.) umhverfis- og samgöngunefndar að málið færi til beggja nefnda en það er ekki hægt samkvæmt þingsköpum.