141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[14:34]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að leggja þetta mál fram í byrjun þings. Ég er sammála honum um að þetta er mikilvægt réttindamál og við eigum að tryggja að það gangi greiða leið í gegnum þingið. Ég held þetta sé góð lausn og hún svari þeim efasemdum sem margir hafa haft um að þetta bjóði upp á einhvers konar nauðung. Ég held að það geri það ekki. En mig langar að spyrja hæstv. ráðherra meira út í það samráð sem var haft við hagsmunaaðila.

Eru, að mati hæstv. ráðherra, einhver atriði sem standa út af og ekki var unnt að koma inn í þetta mál?