141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[14:34]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hygg að svo sé ekki. Það var eitt atriði sem var rætt, þ.e. hvort úrskurður kjörstjórnar eigi að vera endanlegur eða ekki. Hann er endanlegur, það er hin almenna regla og það gildir einnig um þetta.

En eftir að ljóst varð hve afdráttarlaus lagatextinn er þar sem kveðið er á um réttindi fatlaðs einstaklings eða einstaklings sem ekki getur kosið, eftir að ljóst varð hve afdráttarlaus og skýr lögin voru, þá hygg ég að ekkert standi út af.