141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[14:38]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Kjósandanum stendur sá möguleiki opinn. Hann getur bæði haft aðstoðarmann að eigin vali og einnig fengið einstakling eða einstaklinga úr kjörstjórn til að skoða atkvæðið. En krafan hjá Öryrkjabandalaginu og Blindrafélaginu gekk fyrst og fremst út á að einstaklingur sem ekki vill að neinn úr kjörstjórn komi við sögu þurfi ekki að kalla neinn þaðan til, en það er þá heimilt samkvæmt þessum lögum.

Hitt er alveg rétt hjá hv. þingmanni að aðrir kunna að vilja hafa annan hátt á og þá stendur sá möguleiki opinn.