141. löggjafarþing — 13. fundur,  27. sept. 2012.

kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna.

180. mál
[14:40]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það með öðrum hv. þingmönnum að um mikið réttindamál er að ræða sem þarft er að verði tekið hér fyrir. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir að bera það fram.

En af því að hæstv. ráðherra talaði um að tíminn sé stuttur fram að kosningum 20. október vil ég upplýsa að boðaður verður fundur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í fyrramálið til að hefja meðferð málsins. Í næstu viku er kjördæmavika en við ættum þá í vikunni þar á eftir að geta tekið málið efnislega fyrir.