141. löggjafarþing — 14. fundur,  8. okt. 2012.

tillögur stjórnlagaráðs.

[15:21]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Mín svör við þessu eru mjög einföld. Ég hvet að sjálfsögðu alla til að mæta á kjörstað og nýta sinn mikilvæga rétt í þessu stóra og mikilvæga máli, gera það upp við sig og samvisku sína hvernig þeir telja skynsamlegast að svara einstökum spurningum. Þetta er leynileg kosning, hv. þm. Kristján Þór Júlíusson, og ég ætla ekki að fara að gefa út lyfseðla og reyna sérstaklega að beita mér varðandi það hvernig hver og einn kýs að svara þessum spurningum. (Gripið fram í: Hefurðu ekki skoðun?) Ég mun að sjálfsögðu mæta og kjósa en ég held að það væri að æra óstöðugan og mundi ekki bæta umræðuna um þetta mál úti í þjóðfélaginu ef við þingmenn á Alþingi (Gripið fram í.) ætluðum að fara að yfirheyra hver annan um það hvernig við ætlum að svara einstökum spurningum í leynilegri kosningu af þessu tagi. (Gripið fram í.) Ég á mína afstöðu við mig sjálfan, þetta er leynileg kosning og hana nú. (Gripið fram í.)