141. löggjafarþing — 14. fundur,  8. okt. 2012.

samkomulag um fyrir fram greiddan skatt.

[15:36]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Þetta mál var í samhengi stórra og viðamikilla aðgerða til að rétta við hallann á ríkissjóði, tengdist þeirri ríkisfjármálaáætlun sem þá var unnið eftir. Allir vissu að þar beið okkar viðamikið verkefni. Frumvarp og lögfesting þessa ákvæðis í kjölfar samkomulagsins var í samræmi við það. Það var til þriggja ára. Staðið var við það að lögin giltu tímabundið eins og þarna varð niðurstaðan að þau mundu gera til tiltekins tíma. En eins og ég undirstrika og segi aftur, þá voru að sjálfsögðu engin loforð gefin um það að þar með afsöluðu menn sér skattlagningarvaldi frá og með árinu 2012. Það var ekki þannig og menn mega hafa um það öll þau orð sem þeir vilja.

Komið þið þá með tillögur um eitthvað annað í staðinn eða viljið þið reka ríkissjóð með meiri halla?