141. löggjafarþing — 15. fundur,  9. okt. 2012.

verndar- og orkunýtingaráætlun.

3. mál
[14:27]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við komumst ekki hjá því að hlusta á hv. þm. Álfheiði Ingadóttur sem sagði það mjög skýrt að hv. þingmenn sem legðu þetta til og styddu þetta hefðu ekki tekið eftir því hvað gerðist í Stjórnarráðinu og þeir ættu bara að fylgja því. Það er það sem hv. þingmaður sagði. Hér kemur alveg skýrt í ljós hjá hv. stjórnarliðum hver raunverulegur vilji þeirra er í verki þegar kemur að virðingu þingsins. Það kemur líka í ljós hver meiningin er á bak við þau orð hv. þingmanna Samfylkingarinnar þegar þeir tala um atvinnumál úti í bæ. Leiðtogi þeirra í atvinnumálum er hvorki meira né minna (Forseti hringir.) en hv. þm. Mörður Árnason. Menn skyldu hætta að tala digurbarkalega um (Forseti hringir.) að þeir vilji sjá einhverjar aðrar áherslur, (Forseti hringir.) kæru hv. þingmenn Samfylkingarinnar.